Reykingarbönn, "persónufrelsi" og annað
Við fylgjumst nokkuð vel með fréttum að heiman og höfum fylgst vel með tillögu Sivjar og co á alþingi um að banna reykingar á veitingastöðum. Ég skil ekki af hverju menn sérstaklega ungliðar Sjálfstæðisflokksins mala og mala um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna. Þeir eru algjörlega blindaðir af þessu og sjá ekki að þetta hefur ekkert með frelsi að gera. Þeir sem reykja ekki verða fyrir óþægindum frá þeim sem reykja svo einfalt er það. Ég er fullkomlega hlynntur þessu frumvarpi Sivjar, þrátt fyrir að þetta sé "höft" á persónufrelsi. Ég hef yfirleitt verið á móti forræðishyggju, en þetta hefur í raun ekkert með forræðishyggju að gera. Hér eru einfaldlega liður í mengunarvörnum. Það er einstaklega kúnstugt að sjá menn eins og Ólaf Teit blaðamann halda því fram að niðustöður rannsókna á óbeinum reykingum séu a.m.k rangar ef ekki falsaðar. Magnað og þetta byggir hann á ca. einni rannsókn sem hann hefur lesið. Við skulum þá gefa okkur það að óbeinar reykingar séu ekki skaðlegar, en óþægindin eru þrátt fyrir allt til staðar og það í sjálfu sér ættu að vera nægilega haldgóð rök rétt eins og t.d. við höfum ákveðnar reglur um hreinlæti á veitingastöðum.
Virkilega fróðlegt að fylgjast með þessu persónufrelsistali sem virðist bara vera hjá yngri hópi Valhallar svo virðist þessi rödd hljóðna síðar meir. Ég er búinn að horfa reglulega á Silfur Egils í vetur og það er alveg magnað að allir, já ég fullyrði allir, ungir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa farið með sömu ræðuna orðrétt: Skattalækkun ríkisstjórnar frábær, Ólafur Ragnar fékk hörmulega kosningu og allir eiga að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja svo fremi sem samkeppni sé "eðlileg".
jæja hætti þessu mali og held áfram að hugsa sjálfstætt og nýta frelsi mitt til að losa ærlega um.
kveðja,
Arnar Thor
Virkilega fróðlegt að fylgjast með þessu persónufrelsistali sem virðist bara vera hjá yngri hópi Valhallar svo virðist þessi rödd hljóðna síðar meir. Ég er búinn að horfa reglulega á Silfur Egils í vetur og það er alveg magnað að allir, já ég fullyrði allir, ungir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa farið með sömu ræðuna orðrétt: Skattalækkun ríkisstjórnar frábær, Ólafur Ragnar fékk hörmulega kosningu og allir eiga að hafa frelsi til að gera það sem þeir vilja svo fremi sem samkeppni sé "eðlileg".
jæja hætti þessu mali og held áfram að hugsa sjálfstætt og nýta frelsi mitt til að losa ærlega um.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli